Ljósafell

Ljósafell landaði í gær á Eskifirði. Aflinn var um 75 tonn, mest ufsi og karfi. Skipið heldur aftur til veiða 3. febrúar kl 17:00.
Norskir bátar með 1600 tonn í dag

Norskir bátar með 1600 tonn í dag

Heröy, Sæbjörn og Endre Dyröy komu í dag með rúm 16oo tonn af loðnu til bræðslu og frystingar. Beðið eftir löndun – mynd Óðinn Magnason
Ljósafell

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með um 90 tonn af blönduðum afla. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 27 janúar kl 13:00

Norskir loðnubátar með tæp 3000 tonn af loðnu

Endre Dyröy, Havglans og Fiskibas hafa komið með loðnu til frystingar og bræðslu um helgina. Rogne kemur síðan með tæp 500 tonn á morgun 26. janúar. Mynd Endre Dyröy – Óðinn Magnason