05.11.2015
Þurrkarinn fór í skip í gær og kemur skipið, Fri Star, væntanlega hingað á mánudaginn. Þurrkarinn er um 115 tonn. Tveir kranar koma frá Reykjavík til að hífa þurrkarann á vagn.
02.11.2015
Ljósafell er nú að landa um 70 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur. Skipið heldur aftur til veiða kl 22:00 í kvöld, mánudaginn 2. nóvember.
01.11.2015
Hoffell er nú að landa fyrstu síldinni til söltunar í haust. Aflinn er áætlaður 465 tonn. Skipið fer aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
29.10.2015
Ljósafell er að landa um 45 tonnum, uppistaðan þorskur. Skipið fer aftur til veiða að löndun lokinni.
26.10.2015
Ljósafell er nú að landa um 82 tonnum, og er uppistaða aflans þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 27. október kl 13:00
21.10.2015
Ljósafell er að landa um 35 tonnum af þorski. Skipið fer aftur til veiða strax að löndun lokinni.