Ljósafell kom inn í gær með 30 tonn.

Ljósafell kom inn I gær með með 30 tonn eftir rúman sólarhing á veiðum. Aflinn var að mestu Þorskur. Skipið fór út strax eftir löndun

Hoffell kom inn í morgun

Hoffell kom inn í morgun með 1.600 tonn af kolmunna. Aflinn fékkst á 4 dögum 90 mílur suð-austur frá Fáskrúðsfirði. Aðeins er togað á daginn meðan bjart er.

Ljósafell með 100 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með 100 tonn af fiski.  Aflinn var 85 tonn Þorskur, 5 tonn Ýsa, 5 tonn og annar afli. Ljósafell fer út kl. 13 á morgun.

Ljósafell með tæp 70 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 70 tonn af fiski.  Aflinn var 45 tonn Þorskur 17 tonn Ýsa og annar afli. Ljósafell fer út á morgun kl. 13.00.

Ljósafell kom inn sl. nótt með 110 tonn.

Ljósafell kom í nótt með 110 tonn af fiski.  Aflinn var 55 tonn Ufsi, 25 tonn Þorskur, 20 tonn Karfi, 5 tonn Ýsa og annar afli. Skipið fer út á morgun.