02.10.2016
Sandfell er að landa í kvöld 20 tonnum á Siglufirði eftir tvær lagnir. Báturinn landaði eftir slippinn frá 14. september til 30. september 100 tonnum af þorsk og ýsu.
01.10.2016
Hoffell kom með 600 tonn af makríl úr Síldarsmugunni sl. föstudag. Skipið fer til veiða í kvöld þegar búið er að landa.
26.09.2016
Ljósafell landaði á Eskifirði í dag tæpum 100 tonnum. Skipið fer í leiguverkefni hjá Hafrannsóknarstofnun n.k. miðvikudag og er áælt. að það verði næstu þrjár vikur í því verkefni.
22.09.2016
Hoffell er á landleið með tæp 900 tonn af makríl úr Síldarsmugunni. Af veiðisvæðinu er um 370 mílur til Fáskrúðsfjarðar. Aflinn náðist á 36 tímum. Hoffell er væntanlegt eftir hádegi á morgunn.
17.09.2016
Ljosafell er komið til Eskifjarðar með 90 tonn af blönduðum afla. Brottför aftur á þriðjudag klukkan 13:00
16.09.2016
Hoffell er að landa um 635 tonnum af makríl í dag. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.