Hoffell með 900 tonn

Hoffell kom í kvöld með 900 tonn af makríl, skipið stoppaði aðeins 36 tíma á miðunum. Hoffell hefur landað samtals 6.000 tonnum af makríl og síld í ágúst. Þar af voru tæp 700 tonn af Grænlandsmiðum.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 680 tonnum af makríl í vinnslu. Skipið fer aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Sandfell

Sandfell er á landleið til Siglufjarðar með um 15 tonn, aðallega ýsu og þorsk. Eftir löndun fer báturinn í smá skveringu á Akureyri og verður þar næstu daga.

Hoffell

Hoffell er að landa um 585 tonnum af makríl til vinnslu. Skipið fer aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell landaði á Fiskmarkaði á Eskifirði í gær. Aflinn var um 100 tonn, mest ufsi og karfi. Skipið fór aftur á veiðar kl 13:00 á þriðjudag.

Hoffell

Hoffell er að landa um 590 tonnum af makríl og síld. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.