Fréttir
Sandfell
Enn og aftur er Sandfell aflahæstur báta yfir 15 BT en í ágúst veiddust 237,3 tonn í 24 veiðiferðum. Mesti afli í einni veiðiferð var 22,8 tonn.
Hoffell
Hoffell kom inn í morgunn með 870 tonn af makríl sem fékkst á rúmum einum sólarhring.
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 610 tonnum af makríl og síld til vinnslu. Fer aftur á sömu veiðar að löndun lokinni.
Ljósafell
Ljósafell kom til löndunar í morgunn með um 62 tonn af blönduðum afla. Allur aflinn verður seldur á fiskmarkaði að þessu sinni þar sem allt er á kafi í makrílvinnslu. Skipið siglir til Akureyrar í slipp að löndun lokinni.
Ljósafell er nú að landa um 50 tonnum og uppistaðan er þorskur. Skipið fer aftur á veiðar á morgunn kl 13:00
Hoffell
Hoffell kom að landi í morgunn með tæp 700 tonn af makríl til vinnslu. Skipið fer aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650