Ljósafell er nú að landa um 100 tonnum af blönduðum afla. Brottför skipsins er á morgunn 3. október kl 10:00. Verkefnið núna er „Haustrall“ á vegum Hafrannsóknarstofnunar. Í því felst að skipið tekur 179 togstöðvar á grunnslóð allt í kringum landið. Áætlað er að þetta verkefni taki allt að 4 vikur.