Fiskur er okkar fag

Loðnuvinnslan hf.

Fréttir

Sandfell

Sandfell átti ágætan mánuð í júlí og landaði um 264 tonnum. Aflinn fór að mestu til vinnslu í frystihús LVF, 228 tonn af þorski, en annað, 36 tonn fór á fiskmarkað. Verslunarmannahelgin var svo vel nýtt hjá Sandfellinu og landaði báturinn um 20 tonnum á laugardag og...

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 92 tonnum af blönduðum afla. Uppistaðan karfi og ufsi. Skipið fer aftur á veiðar í dag, miðvikudaginn 8. ágúst kl 17:00

Hoffell

Hoffell kom til löndunar í gær með um 800 tonn af makríl til vinnslu. Það kláraðist að landa úr skipinu í dag og hélt skipið strax til sömu veiða aftur.

Fyrsti makríltúr ársins hjá Hoffelli

Hoffellið er á leið í land með 600 tonn af makríl.  Skipið verður í heimahöfn á Fáskrúðsfirði um miðnætti, sunnudaginn 22.júlí.   Er þetta fyrsti markíltúr Hoffellsins á þessu ári.  Veiðin gekk afar vel og sagði Bergur Einarsson skipstjóri að markríllinn væri stór og...

Ljósafell aflasækið

Ljósafell SU 70 hefur verið aflasækið það sem af er júlímánuði.  Á lista sem birtur var á vegum Aflafrétta kemur fram að Ljósafellið er í öðru sæti yfir aflahæstu togarana með 562 tonn.  Túrarnir hafa verið stuttir, tveir til þrír dagar, og aflinn verið á bilinu 74...

Ljósafell

Ljósafell kom að landi laugardagskvöldið 14.júlí, með 100 tonn eftir aðeins tvo daga á miðunum. Megin uppistaða aflans var ýsa, þorskur og ufsi.

Sendu okkur línu

Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.

Hvar eru skipin?

Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.

Loðnuvinnslan hf

Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður

kt. 581201-2650