Fiskur er okkar fag

Loðnuvinnslan hf.

Fréttir

Hoffell

Hoffell landaði í gær 1232 tonnum af kolmunna. Þessi afli var geymdur um borð í kælingu yfir helgina meðan sjómannadegi var fagnað. Skipið kom raunar inn á laugardagsmorgni og fór beint í skemmtisiglingu með fólk í tilefni sjómannadags. Nú er verið að taka veiðarfæri...

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn

Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjavík 6.júní 1938. Þannig að sjómannadagurinn á sér 80 ára sögu. Í Alþýðublaðinu  7.júní 1938 var grein um þennan fyrsta sjómannadag og þar stóð: „ Fyrsti sjómannadagurinn varð glæsilegur hátíðisdagur sem hertók...

Sigling

Sigling í tilefni sjómannadags. Á laugardag 2. júní kl 11:00 munu skip Loðnuvinnslunnar hf, Hoffell SU 80 og Ljósafell SU 70 ásamt Sandfelli SU 75 sigla með gesti um fjörðinn. Boðið verður uppá pylsur og gos. Siglt verður frá Bæjarbryggjunni.

Ljósafell

Ljósafell kom inn til löndunar í morgunn með fullfermi. Aflinn er blandaður, þorskur, ýsa, ufsi og karfi. Túrinn er merkilegur fyrir þær sakir að í gær, 31. maí voru liðin 45 ár frá því að Ljósafellið kom fyrst til Fáskrúðsfjarðar. Ekki verður annað sagt en að skipið...

Sandfell

Sandfell landaði á Stöðvarfirði í gærkvöldi og var aflinn um 16 tonn. Mánuðurinn hefur verið ágætur og er heildar aflinn í maí um 256 tonn uppúr sjó. Báturinn landar aftur á morgunn, síðasta túr fyrir sjómannadag.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1600 tonnum af kolmunna sem fékkst í Færeysku lögsögunni. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Sendu okkur línu

Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.

Hvar eru skipin?

Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.

Loðnuvinnslan hf

Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður

kt. 581201-2650