09.09.2016
Þá er Sandfellið að verða búið í skveringu hjá Slippnum á Akureyri. Báturinn verður settur á flot í fyrramálið og heldur til veiða á morgun ef veður leyfir. Mynd: Rafn Arnarson
28.08.2016
Sandfell er á landleið til Siglufjarðar með um 15 tonn, aðallega ýsu og þorsk. Eftir löndun fer báturinn í smá skveringu á Akureyri og verður þar næstu daga.
18.08.2016
Sandfell landaði á þriðjudag 6,2 tonnum, tæpum 9 tonnum á miðvikudag og 6,5 tonnum í dag, fimmtudag. Aflanum hefur verið landað á Fiskmarkað á Skagaströnd og hefur aflinn að uppistöðu verið ýsa.
15.08.2016
Sandfell landaði á Skagaströnd í gær, sunnudag. Aflinn var um 14 tonn eftir tvær lagnir, en í dag, mánudag, landar Sandfellið aftur, nú 9 tonnum og uppistaðan af því ýsa.
07.08.2016
Sandfell landaði um 10 tonnum á Skagaströnd. Allt á fiskmarkað.
03.08.2016
Sandfell landaði á Skagaströnd í gær. Aflinn var um 10 tonn og uppistaðan ýsa.
Síða 10 af 11« Fyrsta«...7891011»