29.04.2022
Hoffell verður í dag með rúm 1600 tonn af kolmunna og síðan kemur Götunes í fyrramálið með rúm 3.000 tonn. Góð veiði hefur verðið suður af Færeyjum undanfarið. Mynd; Þorgeir Baldursson.
17.04.2022
Hoffell er á landleið með fullfermi af Kolmunna eða rúm 1.600 tonn. Veiðin gekk vel og var veiðisvæðið svokallað gráa svæði sunnan við Færeyjar sem er um 360 mílur frá Fáskrúðsfirði. Skipið fer út strax eftir löndun. Mynd; Þorgeir...
29.03.2022
Þróndur í Götu, Hoffell og Götunes komu í lok síðustu með samtals með 1.740 tonn til hrognatöku. Þróndur var með 630 tonn, Hoffell með 476 tonn og Götunes með 634 tonn. Loðnuhrognavertíðin gekk vel á Fáskrúðsfirði og fryst voru samtals 2.750 tonn af hrognum...
13.03.2022
Hoffell er á landleið með fullfermi í hrognatöku, aflinn fékkst vestur af Snæfellsnesi og síðan við Vestmannaeyjar. Skipið fer strax út eftir löndun. Með þessum farmi hefur LVF tekið á móti um 41.000 tonnum af Loðnu frá áramótum. Mynd; Þorgeir...
06.03.2022
Hoffell er á landleið með tæp 1.400 tonn af Loðnu til hrognatöku og verður kl. 21.00 í kvöld. Hoffell fékk Loðnuna vestur af Látrabjargi og eru 360 mílur til Fáskrúðsfjarðar af miðunum. Mynd: Þorgeir Baldursson.
27.02.2022
Hoffell er á landleið með tæp 1.600 tonn og verður á Fáskrúðsfirði annað kvöld. Aflinn fékkst í Breiðafirðinum, skipið stoppaði aðeins 24 tíma á miðunum. Hoffell kom á miðin þegar brælan var að ganga niður í gær og byrjaði að kasta kl. 16. Farið verður út...