13.02.2024
Ljósafell landaði í morgun rúmlega 100 tonnum; rúmum 40 tonnum af þorski, 32 tonnum af ufsa, 22 tonnum af gullkarfa og 5 tonnum af ýsu og öðrum afla. Hoffell er á landleið með rúm 1.400 tonn af kolmunna og von er á norska uppsjávarskipinu Ola Ryggefjord á...
19.11.2023
Hoffell er á landleið með rúm 1.000 tonn af síld og verður í nótt á Fáskrúðsfirði. Ágæt veiði var miðunum og fékkst aflinn á tveimur sólarhringum. Síldin verður söltuð. Mynd; Valgeir Mar Friðriksson.
05.09.2023
Hoffell fór út í gær um kl. 16 og var komið inn aftur kl. 13.00 í dag með 500 tonn af Síld. Aflinn var tekin í tveimur hölum. Síldinn er heilfryst og flökuð. Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
30.08.2023
Hoffell er á landleið með tæp 900 tonn af Makríl og verður seinnipartinn á morgun. Skipið hefur þá veitt samtals 8.000 tonn á makrílvertíðinni, 7.400 tonn af Makríl og 600 tonn af Síld. Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
24.08.2023
Hoffell er á landleið með 600 tonn af Makríl og verður í fyrramálið. Um 300 mílur er af miðunum núna og um 22 tímar til Fáskrúðsfjarðar. Skipið fer út strax eftir löndun. Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
15.08.2023
Hoffell er á landleið með tæp 1.300 tonn af Makríl. Um 680 mílur eru af miðunum til Fáskrúðsfjarðar. Veiðin gekk vel og tók aðeins þrjá daga fá aflann. Skipið verður í landi snemma á fimmtudagsmorgun. Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.