16.07.2020
Hoffell kom í gær með rúm 550 tonn. Aflinn er um 430 tonn makríll og 120 tonn síld. Hoffell fer strax út eftir löndun á morgun, föstudag.
07.07.2020
Hoffellið er á leið af miðunum, sunnan Vestmannaeyja með fyrsta makrílfarm sumarsins, eða tæp 800 tonn af makríl og rúm 100 tonn af síld.
02.07.2020
Í gærkvöld kom Hoffell til Fáskrúðsfjarðar frá Færeyjum nýmálað og fínt. Skipið er búið að vera 4 vikur í slipp í Þórshöfn. Tekin verða veiðarfæri um borð og haldið síðan til makrílveiða.
15.05.2020
Hoffell kom inn til löndunar í morgun með um 1.650 tonn af kolmunna. Aflinn í þessum túr fékkst suður af Færeyjum.
07.12.2018
Hoffell er nú að landa um 700 tonnum af síld til söltunar. Með því er skipið komið í um 40 þúsund tonn veidd á árinu. Hoffellið mun fara á kolmunna að lokinni...
19.11.2018
Hoffell landaði um 1300 tonnum af kolmunna á fimmtudaginn 15. nóvember. Skipið hélt síðan til síldveiða kl 13:00 á sunnudaginn 18....