16.10.2016
Ljósafell landaði á Dalvík sl. fimmtudag 17 tonnum. Skipið fór út í kvöld og á eftir um 30% af verkefninu fyrir Hafró.
16.10.2016
Sandfell kom í kvöld með 17 tonn af fiski til Fáskrúðsfjarðar eftir eina og hálfa lögn. Fiskurinn fer til vinnslu í frystihúsi félagsins.
10.10.2016
Hoffell er á landleið með um 500 tonn af makríl úr Síldarsmugunni og verður í nótt kl. 04.00. Samtals hefur þá skipið komið með að landi um 11.500 tonn af síld og makríl á vertíðinni.
10.10.2016
Ljósafell hefur landað tvisvar samtals 60 tonnum af fiski. Þann 3. október var landað í Reykjavík og 8. október var landað á Ísafirði. Skipið hefur fengið að mestu mjög gott veður.
06.10.2016
Til hamingju með frábæran árangur 10.000 tonn af makríl.
06.10.2016
Hoffell fór út í dag í síðasta túr á vertíðinni eftir að hafa landað 600 tonnum. Áður en skipið hélt til veiða var áhöfninni færð kaka í tilefni þess að heildarafli í makríl er orðinn 10.000 tonn á vertíðinni, þar af voru 1.100 tonn af miðunum við...