Sandfell

Sandfell landaði á Skagaströnd í gær um 9 tonnum, uppistaðan ýsa. Tekið verður smá stopp fram á sunnudag.

Sandfell

Sandfell landaði í dag á Neskaupstað 10 tonnum af þorski og ýsu. Báturinn hefur þá fengið 110 tonn af fiski það sem af er júlí.

Sandfell

Sandfell er á landleið með um 10 tonn. Aflinn er að mestu grálúða (6 tonn) sem fer á markað. Í síðustu róðrum hefur aflinn verið 5-7 tonn, en bátinum hefur að mestu verið beint í ýsu, og nú grálúðu.
Sandfell

Sandfell

Til gamans má geta þess að þegar áhöfnin á Sandfelli fór í páskafrí var búið að fiska 390 tonn á bátinn fyrir rúmar 100 milljónir í aflaverðmæti frá 6. febrúar að telja. Á myndinni er svo báturinn með fjallið Sandfell í baksýn.