17.11.2016
Þrándur í Götu kemur í nótt með tæp 2.700 tonn af kolmunna af miðunum við Færeyjar. Skipið fékk aflann á 4 dögum.
11.11.2016
Sandfell kom inn í nótt með 13,5 tonn og er það að mestu þorskur sem fer til vinnslu í frystihúsi LVF. Unnið er við löndun.
11.11.2016
Ljósafell kom inn í nótt sökum verkfalls. Aflinn er um 56 tonn og uppistaðan þorskur til vinnslu í frystihúsi LVF. Beðið er með löndun úr skipinu meðan klárað er að landa og vinna afla úr Hoffelli og Sandfelli.
08.11.2016
Hoffell kemur til löndunar í nótt með um 560 tonn af síld til söltunar.
06.11.2016
Ljósafell er komið til löndunar með fullfermi. Landað verður úr skipinu í dag, sunnudag. Brottför aftur á mánudag kl 17:00
06.11.2016
Sandfell er á landleið með um 19 tonn eftir tvær lagnir, þar af er grálúða um 5 tonn. Í október mánuði aflaði Sandfellið samtals um 246 tonn, og það sem af er nóvember hefur aflinn verið samtals um 53 tonn í 5 löndunum.
Síða 3 af 12«12345...10...»Síðasta »