Jafnréttis- og jafnlaunastefna

2022-2025

 

Markmið með jafnréttis- og jafnlaunastefnu Loðnuvinnslunnar er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna sem og jafna þannig stöðu þeirra hjá Loðnuvinnslunni. Allir starfsmenn Loðnuvinnslunnar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni, aldri, kynþætti, trúarbrögðum, skoðunum, kynhneigð eða öðrum þáttum. Stöðugt skal unnið að umbótum og eftirfylgni stefnunnar og grípa til aðgerða ef ástæða er til.

Jafnréttis- og jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. nr.150/2020 sem og önnur lög sem taka til jafnréttis- og jafnlaunamála. Stefnan nær til allra starfsmanna Loðnuvinnslunnar og verður kynnt starfsmönnum reglulega.

 

Markmið

Loðnuvinnslan leggur áherslu á jafnan rétt kynjanna til launa, stöðuveitinga og starfa.  Starfsfólk  Loðnuvinnslunnar skal enn fremur njóta sömu tækifæra, réttinda og starfsaðstæðna óháð kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum eða öðrum þáttum.

Eftirfarandi eru markmið Loðnuvinnslunnar:

  • Starfsfólk skal njóta sömu launa og kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf, óháð kyni
  • Starf sem laust er til umsóknar skal standa öllum opið, óháð kyni
  • Lögð er áhersla á að starfsþjálfun og endurmenntun standi öllu starfsfólki til boða, óháð kyni.
  • Lögð er áhersla á að LVF verði fjölskylduvænn vinnustaður.
  • Starfsfólki skal auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna
  • Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki liðin á vinnustaðnum. 

 

Stefnan var samþykkt af stjórnendum 28. mars 2022 og árlega verður hún yfirfarin.
Birt 19. apríl 2022.

   

Loðnuvinnslan hefur hlotið jafnlaunavottun og leyfi frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.