Loðnuvinnslan hf. hefur ráðið Þórunni Maríu Þorgrímsdóttur í starf við bókhald hjá fyrirtækinu.

Þórunn  er menntuð sem viðskiptafræðingur og hefur starfað sem skrifstofustjóri hjá Terra frá árinu 2008 og býr yfir víðtækri reynslu af bókhaldskerfum, rekstri og innleiðingu stjórnkerfa. Hún hefur jafnframt sinnt hlutverki staðgengils rekstrarstjóra. Meðal verkefna hennar eru reikningagerð, skýrslugerð vegna græns bókhalds, tollskýrslugerð og gerð útflutningsskjala ásamt fjölbreyttum almennum skrifstofustörfum. Að auki hefur Þórunn gegnt hlutverki gjaldkera í fjölda félagasamtaka.

Við bjóðum Þórunni hjartanlega velkomna til starfa hjá Loðnuvinnslunni.