Gjarnan er ástæða til þess að gleðjast þegar góða gesti ber að garði líkt og gerðist á skrifstofu Loðnuvinnslunnar fimmtudaginn 22.febrúar.
Voru þar á ferð Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og ferðamálaráðherra ásamt Líneik Önnu Sævarsdóttur alþingismanni, sem er jú ein af okkur Fáskrúðsfirðingum, og Jóhanna Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður Lilju Daggar..
Eru þær stöllur á yfirreið yfir kjördæmið til þess að spjalla við fólk og taka púlsinn á lífinu, stritinu og listinni hér fyrir austan, en gáfu sér samt tíma til þess að heilsa upp á fólk á skrifstofu LVF.
Vafalaust hafa þær litið við á öðrum stöðum líka en heimsóknir til fyrirtækja og stofnanna er hluti af starfi kjörinna fulltrúa og þessi sólríki dagur hefur eflaust aukið á ánægju gestgjafa sem gesta.
BÓA
Frá vinstri: Steinþór Pétursson skrifstofustjóri LVF, Kjartan Reynisson útgerðarstjóri, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og ferðamálaráðherra, Garðar Svavarsson framkvæmdastjóri LVF, Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður og Jóhanna Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður Lilju Daggar. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir.