Arnfríður Eide Hafþórsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar og mun hefja störf á tímabilinu 1-15. desember. Hún er með Bs gráðu í sjávarútvegsfræði og einnig menntaður lögreglumaður og hársnyrtir.
Arnfríður hefur starfað hjá Austurbrú síðastliðin ár sem verkefnastjóri atvinnu- og byggðaþróunar. Einnig hefur hún setið í stjórn Loðnuvinnslunnar og Kaupfélagsins.
Við bjóðum hana velkomna í hópinn og hlökkum til samstarfsins.