Aðalfundur KFFB var haldinn í Wathnesjóhúsinu þann 16. júní 2020. Hagnaður árið 2019 var 1.726 millj. Eigið fé KFFB var 9.004 millj. sem er 99.8% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Stærsta einstaka eign félagsins er 83% eignarhlutur í Loðnuvinnslunni hf.
Í stjórn KFFB eru Steinn Jónasson stjórnarformaður, Elvar Óskarsson, Högni Páll Harðarson, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir og Óskar Guðmundsson.
Varamenn Elsa Sigrún Elísdóttir, Jóna Björg Jónsdóttir og Ólafur Níels Eiríksson.
Félagsmenn fjölmenntu á fundinn og fór hann fram með hefðbundnu sniði eftir samþykktum Kaupfélagsins. Eru þær samþykktir byggðar á lögum samvinnufélaga og er í framkvæmd það sem kallað er fulltrúalýðræði. Þ.e. félagsmenn kjós sér fulltrúa til að fara með atkvæði á aðalfundi. Stjórnarformaður Steinn Jónasson fór yfir starfsemi félagsins og Friðrik Mar Guðmundsson fór yfir reikningana.
BÓA