Á síðasta aðalfundi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga sem haldinn var 17.maí s.l voru afhentir samfélagsstyrkir. Eftirfarandi félagasamtök og stofnanir hlutu styrk.
Áhugahópur um Fjölskyldugarð á Fáskrúðsfirði fékk 1,9 milljónir króna í styrk til uppbyggingar á Fjölskyldu og útivistagarðinum. Á móti styrknum tók Hrefna Eyþórsdóttir og sagði hún uppbygginguna á garðinum ganga vonum framar og þakkaði þar dyggan stuðning Kaupfélagsins.
Franskir dagar fengu 1 milljón króna til að halda bæjarhátíðina Franskir dagar. María Ósk Óskarsdóttir veitti styrknum viðtöku.
Blakdeild Leiknis fékk 1 milljón króna. Við styrknum tók Birkir Snær Guðjónsson
Hollvinasamtök Skrúðs fengu 1 milljón til að bæta og fegra félagsheimili okkar Fáskrúðsfirðinga. Tinna Smáradóttir tók við styrknum fyrir hönd Hollvinasamtakana.
Þá fékk Dvalarheimilið Uppsalir 1 milljón króna. Ragnar Sigurðsson framkvæmdastjóri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð veitti styrknum viðtöku.
Allir styrkþegar kunna Kaupfélaginu allra bestu þakkir fyrir veittan stuðning.
Að þessu sinni úthlutaði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga styrkjum samtals að upphæð 5,9 milljónir króna. Loðnuvinnslan úthlutaði styrkjum samtals að upphæð 17 milljónir króna. Samanlagt gengu tæplega 23 milljónir króna úr fjáhirslum fyrirtækjanna út í hin margvíslegustu verkefni í nærsamfélaginu þar sem þau koma íbúum Fáskrúðsfjarðar að góðum notum.
BÓA