Byrjað var að frysta loðnuhrogn hjá LVF
laugardaginn 17. febrúar, en þá voru fryst um 60 tonn úr Hoffelli. Sama dag landaði færeyski báturinn Norðborg um 1400 tonnum af loðnu og voru hrogn einnig fryst úr þeim farmi. Í morgun er verið að landa úr Finni Fríða um 2300 tonnum af loðnu og Hoffell bíður með með um 1200 tonn svo að hrognavinnsla heldur áfram hjá LVF næstu daga. Þá er búið að frysta um 1600 tonn af loðnu hjá LVF, sem er að stærstum hluta fyrir Austur-Evrópu markað, en í síðustu viku var afskipað um 1000 tonnum sem fóru á Rússlandsmarkað.