Eiríkur Ólafsson hefur látið af störfum sem fulltrúi kaupfélagsstjóra KFFB og framkvæmdastjóra LVF eftir að hafa starfað hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og dótturfyrirtækjum þess bæði á sjó og í landi um 32ja ára skeið.
Stjórnir félaganna og framkvæmdastjóri þakka Eiríki mjög gott samstarf og fyrir mikinn dugnað í störfum sínum fyrir félögin. Eiríki er óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Við starfi Eiríks hefur tekið Kjartan Reynisson sem starfað hefur hjá KFFB og dótturfyrirtækjum í 30 ár og þar af á skrifstofum félaganna frá 1981-2005. Kjartan er boðinn velkominn á ný til starfa hjá hjá félögunum.