Baldur Einarsson hefur verið ráðinn í starf útgerðarstjóra Loðnuvinnslunnar. Baldur er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur víðtæka reynslu úr sjávarútvegi til sjós og lands. Baldur hefur m.a starfað sem útgerðarstjóri Eskju á Eskifirði s.l 7 ár en lét af störfum þar á síðasta ári.
Baldur mun hefja störf fljótlega og vinna fyrst um sinn samhliða Kjartani Reynissyni fráfarandi útgerðarstjóra. Kjartan hefur óskað eftir því að láta af störfum í vor eftir einstaklega farsælan starfsferil fyrir Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Loðnuvinnsluna og forvera hennar.
Samhliða þessum breytingum mun Steinþór Pétursson taka við hlutverki Kjartans sem fulltrúi Kaupfélagsstjóra og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar. Steinþór mun áfram sinna skrifstofustjórn félagsins en starfsheiti hans verður breytt í fjármálastjóra.
Félagið bíður Baldur velkominn til starfa og og þakkar Kjartani fyrir einstakt framlag hans.
![](https://lvf.is/wordpress/wp-content/uploads/2025/02/Mynd-Baldur-.jpg)