Aðalfundur Loðnuvinnslunnar
Rekstur Loðnuvinnslunnar gekk vel á síðasta ári. Aðalfundur félagsins var haldinn 17.maí 2024 og hér birtast helstu niðurstöðutölur.
Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2023 var 1.284 milljónir króna á móti 3.483 milljónum króna árið 2022, en árið 2022 var besta rekstrarár í sögu félagsins.
Tekjur LVF voru 16.500 milljónir sem er rúmlega 9% samdráttur frá fyrra ári.
Veltufé frá rekstri var um 2.234 milljónir á móti 4.502 milljónum á fyrra ári.
Eigið fé félagsins í árslok 2023 var 16.040 milljónir sem er um 52% af niðurstöðu efnahagsreiknings.
Stærsti hluthafi LVF er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut. Á aðalfundi Loðnuvinnslunnar var ákveðið að greiða arð sem nemur 20% af nafnvirði hlutafjár eða 140 milljónir króna.
Nánari tölur má finna í reikningum ársins 2023 sem auðvelt er að nálgast á skrifstofu Loðnuvinnslunnar.
Í stjórn LVF eru:
Elvar Óskarsson stjórnarformaður
Steinn Jónasson
Högni Páll Harðarson
Jónína Guðrún Óskarsdóttir
Elsa Sigrún Elísdóttir
Varamenn í stjórn:
Óskar Þór Guðmundsson
Jóna Björg Jónsdóttir
Vel merktir tankar Loðnuvinnslunnar á fallegum sumardegi með Sandfell í baksýn.