Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga stendur sem fyrr traustum fótum. Á aðalfundi KFFB sem haldinn var 17.maí 2024 komu eftirfarandi tölur fram.

Hagnaður ársins 2023 var 1.068 milljónir.

Eigið fé félagsins var 14.611 milljónir þann 31.12.2023, sem er 99,8% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Stærsta einstaka eign félagsins er 83% eignarhlutur í Loðnuvinnslunni hf.

Í stjórn Kaupfélagsins eru:

Steinn Jónasson stjórnarformaður

Elvar Óskarsson

Högni Páll Harðarson

Elsa Sigrún Elísdóttir

Óskar Þór Guðmundsson

Varamenn í stjórn eru: Jónína Guðrún Óskarsdóttir, Ólafur Níels Eiríksson og Jóna Björg Jónsdóttir

Fallega húseign Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, Tangi.