Ljósafellið hóf löndun kl 06 í morgun á rúmlega 72 tonna afla. Uppistaða aflans var þorskur, ýsa og ufsi.
Hoffellið er á leið til Fáskrúðsfjarðar með um 650 tonn af íslenskri síld sem verður unnin í söltun. Veiðiferðin gekk ágætlega en heldur hefur dregið úr veiði undanfarið.
Sandafell og Hafrafell landa daglega á austfjörðum og eru aflabrögð mjög góð.