Einir Björn Ragnarsson hefur verið ráðinn til starfa sem gæðastjóri Loðnuvinnslunnar og mun hefja störf þann 15. júlí. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands þann 24. júní síðastliðinn.

Einir Björn er einnig menntaður kjötiðnaðarmaður og starfaði hann hjá Kjötkompaní samhliða námi. Hann er búsettur í Kópavogi og hlakkar til að flytja til Fáskrúðsfjarðar og hefja feril sinn sem gæðastjóri hjá Loðnuvinnslunni.

Við bjóðum hann velkominn í hópinn og hlökkum til samstarfsins.