Rekstur Loðnuvinnslunnar gekk afar vel á síðasta ári, reyndar skilaði árið methagnaði og því óhætt að fullyrða að fyrirtækið sé stöndugt en síðasta ár var langbesta rekstrarár Loðnuvinnslunnar. 

Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf var haldinn 12.maí 2023 og hér birtast helstu niðurstöðutölur.

Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2022 var 3.483 milljarðar króna á móti 1.247 milljörðum árið 2021.

Tekjur LVF voru 18.180 milljarðar sem er 45% aukning frá fyrra ári.

Tekjur að frádregnum eigin afla voru 14.039 milljarðar.

Veltufé frá rekstri var 4.502 milljarðar á móti 1.572 milljörðum árið 2021.

Eigið fé félagsins í árslok 2022 14.895 milljarðar sem er 54% af niðurstöðu efnahagsreiknings.

Stærsti hluthafi LVF er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut. Á aðalfundi Loðnuvinnslunnar var ákveðið að greiða 20% arð til hluthafa sem gera 140 milljónir.

Nánari tölur má finna í reikningum ársins 2022 sem auðvelt er að nálgast á skrifstofu Loðnuvinnslunnar.

Í stjórn LVF eru:

Elvar Óskarsson stjórnarformaður

Steinn Jónasson

Högni Páll Harðarson

Jónína Guðrún Óskarsdóttir

Elsa Sigrún Elísdóttir

Varamenn í stjórn:

Óskar Þór Guðmundsson

Jóna Björg Jónsdóttir

BÓA