Hoffell er á landleið með 1.300 tonn af Makríl og verður aðra nótt á Fáskrúðsfirði. Veiðin var ágæt,  aflinn fékkst á 21/2 sólarhring.  Hoffell er komið með um 3.400 tonn af Makríl í júlí mánuði. Rúmar 600 mílur er frá miðunum á Fáskrúðsfirði.  Skipið fer út strax eftir löndun.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.