Í gær var skrifað formlega undir kaup LVF á uppsjávarskipinu Asbjørn HG-265 frá Danmörku og sölu á Hoffelli. Bæði skipin eru komin í slipp í Noregi. Asbjørn er 14 ára gamalt, 9 árum yngra en Hoffell. Afhending fer fram á næstu dögum. Nýtt Hoffell er með 2.530 m3 lest á móti 1.650 m3 í eldra skipi og er 53% stærra, skipið er með 8.100 hestafla vél á móti 5.900 hestöflum og togkraftur er 40% meiri. Mjög góð aðstaða er fyrir áhöfn. Ljóst er að þessi kaup er mikið framfaraspor fyrir Loðnuvinnsluna og byggðarlagið. Þetta er nauðsynleg breyting þar sem lengra er að sigla á makrílmiðin en áður og langt að sækja síld, kolmunna og loðnu til hrognatöku.
Hluthöfum, starfsmönnum LVF og íbúum á Fáskrúðsfirði er óskað til hamingju með þetta stóra skref í atvinnusögu bæjarins.