Uppsjávarskip árið 2021.nr.20. Lokalistinn

Listi númer 20.,

Lokalistinn.

Þessi viðbót kemur 31.janúar 2021, enn já síðasta talan sem kom inná var á Jón Kjartanssyni SU, og með þá voru alls 7 

skip sem yfir 40 þúsund tonn komust og slagurinn um Eskifjörð fór þannig að Jón Kjartansson SU fór frammúr 

Aðalsteini Jónssyni SU.  

Svona áður er haldið þá eru hérna tvær kannanir, fyrst er það um hver er aflahæstur árið 2021,  ýtið ´HÉRNA

Síðan er það um framtíð Aflafretta.  Ýtið Hérna

Ég kom með lista á aflafrettir um jólin og sagði hann lokalistann, enn þá kom í ljós að það vantaði þónokkrar landanir hjá skipunum 

enn núna er allt komið inn og þetta er lokastaðan hjá uppsjávarskipunum árið 2021.

Beitir NK er sem fyrr hæstur enn hann kom með um 3000 tonn af loðnu sem landað var fyrst á seyðisfirði og síðan rest 

´á Neskaupstað

Venus NS kom með 2589 tonn af loðnu í 1

Vilhelm Þorsteinsson 2409 tonn af loðnu í 1

Aðalsteinn Jónsson SU 1925 tonn afloðnu í 1 og fór með þvi yfir 40 þúsund tonnin og þar með frammúr Hoffelli SU

Hákon EA kom með 1056 tonn af síld í einni löndun 

Guðrún Þorkelsdóttir SU 1127 tonn  í 1 af loðnu

Sigurður VE 2014 tonn af loðnu í 1

 Sundurliðun

 Alls veiddu skipin 663 þúsund tonn á árinu

153 þúsund tonn af loðnu

186 þúsund tonn af síld

190 þúsund tonn af kolmuna

132 þúsund tonn af makríl

aukaafli var rúmlega 2000 tonn enn nánar verður fjallað um aukaaflann síðar.

Aflahæstir í hverjum flokki

Venus  NS var aflahæstur á loðnu með 13297 tonn, Beitir NK  númer 2, Víkingur AK  nr 3

Vilhelm Þorsteinsson EA var aflhæstur á síld með 17806 tonn,.,, Beitir NK nr 2. Hákon EA nr.3

Hoffell SU var aflahæstur á kolmuna með 24681 tonn, enn þetta vekur nokkra athygli því að burðargeta Hoffels er 

ekki nema um 1700 tonn miðað við um 3000 tonn hjá stærri skipunum .  Beitir NK nr.2, Barði NK .nr.3

Víkingur AK var aflahæstur á síld með 9337 tonn. .  Börkur NK nr.2.  Víkingur AK nr.3

Jón Kjartansson Mynd ljósmyndari ókunnur

Aðalsteinn Jónsson SU mynd Eskja.is

SætiSæti áðurNafnHeildarafliLandanirLoðnaSíldKolmunniMakríll
11Beitir NK 53884371299213544198887215
23Venus NS 15045758341329712946117737697
32Víkingur AK43213321096211857119228443
44Vilhelm Þorsteinsson EA 114256328240917806128889337
56Jón Kjartansson SU Nýi410853293568286149688398
67Aðalsteinn Jónsson SU 400603292458312153787107
75Hoffell SU 80400013736144843246816761
88Börkur II NK357342298934154160775541
910Heimaey VE3099430103511271420065908
109Börkur NK Nýi305932458551288526929070
1112Bjarni Ólafsson AK 301572764662730152355713
1213Sigurður VE 298172581981096641926288
1311Hákon EA297422620361328399464448
1414Ísleifur VE26055306299918641056248
1516Guðrún Þorkelsdóttir SU 244822238751278139585322
1615Kap VE 23824305533729449026051
1717Huginn VE 23103244626654450836831
1818Ásgrímur Halldórsson SF21286265282102841185517
1919Jóna Eðvalds SF2049427564710145784578
2020Álsey VE 1700919546167641604615
2121Polar Amaroq 38656823106823
2222Svanur RE 4565815516948412915