Hoffell er á landleið með 500 tonn af Síld sem er fengin 60 mílur  norð-austur frá Fáskrúðsfirði.

Skipið fór út frá Fáskrúðsfirði kl. 18.00 í gær og er því aðeins rúman sólarhring í þessum túr. Síldin verður söltuð og unnin í beitu fyrir Hafrafell og Sandfell.