Hoffell kom inn í nótt með 230 tonn af makríl af Íslandsmiðum um 100 mílur austur af Fáskrúðsfirði.  Samkvæmt aflafréttum þá er Hofell ennþá í öðru sæti uppsjávarskipa.

Mjög róleg veiði var á miðunum. Hoffell fór strax út eftir löndun og stefnir á síldarsmuguna. Veiðin fór að glæðast þar sl. nótt en bræla hefur verið þar.