Norsku skipin hafa sett svip sinn á staðinn síðustu daga. Staðan í dag í loðnunni er sú að Havdrøn er enn undir. Slaatterøy losar sig síðan við smá slatta, 65 tonn áður en hann heldur til kolmunnaveiða við Írland. Steinevik bíður með 170 tonn, Ligrunn með 265 tonn og svo var Rav sem var að koma inn með 270 tonn. Unnið er dag og nótt auk þess sem vinnsla er á bolfiski í frystihúsinu. Hörkumannskapur í vinnu á öllum vígstöðvum sem gerir þetta kleift.