Í dag kom flutningaskipið Sun Rio með nýjan gufuþurrkara frá Haarslev í Danmörku í fiskmjölsverksmiðjuna. Í staðinn fóru út tveir rúmlega 40 ára gamlir þurrkarar og um borð í sama skip, sem flytur þá til Marocco í Afríku. Nýji þurrkarinn er um rúmlega 100 tonn að þyngd og hífðu þrír kranar hann upp úr skipinu á frystiklefabryggjuna. Nýji þurrkarinn er um 70% stærri en hinir tveir og eykst þurrkgeta  í verksmiðjunni um 15% við þessar breytingar.  Reiknað er með að nýji þurrkarinn verði tekinn í notkun eftir um 3 vikur.