Til er fallegt kínverskt máltæki sem segir: “Ein kynslóð sáir til trésins, önnur situr í skugga þess”.  Þessi setning kom í hugann þegar Kaupfélagið færði Félagi eldri borgara á Fáskrúðsfirði 75” tommu snjallsjónvarp ásamt Bluray spilara að gjöf. Er búið að koma sjónvarpinu fyrir í Glaðheimum þar sem félagsstarfið fer fram. Þórormur Óskarsson er formaður félagsins og sagði hann að gjöfin væri afar kærkomin. “Nú getum við haft ljósmyndasýningu á skjánum, við getum horft á mynddiska auk þess að horfa á sjónvarpsdagská”. Og þegar greinarhöfundur átti spjall við Þórorm voru viðstaddir að horfa á upplýsingafund almannavarna. “Við erum afar þakklát fyrir gjöfina” bætti Þórormur við og sagði að Félag eldri borgara á Fáskrúðsfirði kæmi til með að hafa litlar tekjur þetta árið líkt og mörg önnur félög þar sem starfsemi hefur verið afar takmörkuð vegna faraldursins. En nú er verið að reyna að blása í lúðra og hafa opið tvisvar í viku ef fólk vill líta inn og taka í spil, spjalla og fá sér kaffisopa eða horfa á sjónvarpið í góðum félgsskap.

BÓA

Frá vinstri: Steinn Jónasson stjórnarformaður Kaupfélagsins, Þórormur Óskarsson formaður Félags eldri borgara á Fáskrúðsfirði og Friðrik Mar Guðmunsson kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. Sjónvarpið góða í bakgrunni.