Meðfylgjandi mynd var tekin af áhöfn Hoffells í gær þegar skipið var að leggja af stað á makrílmiðin frá Fáskrúðsfirði.   Áhöfnin tók við köku í tilefni þess að sl. ágústmánuður er besti mánuður frá upphafi í aflaverðmæti,  en aflaverðmætið var um 300 milljónir króna.