Hoffell er nú að landa rúmum 1000 tonnum af makríl. Túrinn gekk vel, því að skipið lagði af stað á miðvikudagskvöldi og var komið til hafnar aftur á sunnudagskvöldi eftir að hafa fengið skammtinn af makríl í „Smugunni“, Þangað er um 35 tíma stím aðra leið. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.