Ljósafell kom inn í kærkveldi með um 100 tonn af blönduðum afla. Mest er af ufsa, ýsu og karfa, en aðeins 3 tonn af þorski. Aflinn fer mest á fiskmarkað og til útflutnings í gámum sökum þess að allt er á kafi í makrílvinnslu hjá Loðnuvinnslunni hf. Ljósafelli heldur aftur til veiða á miðnætti í kvöld.