Aprílmánuður var mjög góður hjá Sandfelli og Hafrafelli. Sandfell reyndist aflahæst í þessum stærðarflokki línubáta og landaði um 230 tonnum. Hafrafell var svo næst aflahæst með um 180 tonn, eða samtals um 410. Víða var komið við með aflann og voru löndunarhafnir allt frá Grindavík og austur á Stöðvarfjörð.