Hoffell kom til hafnar á Fáskrúðsfirði snemma í morgun með rúm 1.600 tonn af kolmunna, en skipið var á veiðum um 160 sjómílur suður af Færeyjum. Þetta er fyrsti túrinn hjá Hoffelli eftir að kolmunninn fór að gefa sig við Færeyjar.