Ljósafell er nú að landa fullfermi á Fáskrúðsfirði, um 100 tonnum og er uppistaða aflans þorskur, ýsa og karfi. Það var ekki alveg fyrirséð þegar Ljósafell lagði úr höfn þann 15. febrúar að næstu fimm landanir skipsins yrðu í Reykjavík, en það varð þó raunin. Veður og veiði sköpuðu þessar aðstæður og var megninu af aflanum ekið með flutningabílum til vinnslu á Fáskrúðsfirði. Nú fær áhöfnin hafnarfrí og brottför í næstu veiðiferð á föstudag.