Ljósafell er nú að landa í Reykjavík. Aflinn er um 65 tonn að þessu sinni, en skipið landaði líka í Reykjavík síðasta sunnudag ( 15 mars ) og þá var aflinn um 100 tonn. Uppistaðan í þessum túrum er þorskur og hefur honum og ýsunni verið keyrt til vinnslu í frystihús LVF á Fáskrúðsfirði. Ljósafell heldur aftur til veiða í dag, 18. mars, kl 14:00.