Ljósafell er nú að landa í Reykjavík. Aflinn er um 100 tonn, og uppistaðan þorskur, þ.e. 60 tonn. Vösk sveit bílstjóra undir forustu Siggeirs ( Geira kúl ) sér um að trukka aflanum austur til vinnslu í Frystihús LVF. Skipið heldur aftur til veiða í kvöld kl 21:00.