Línubátarnir Sandfell SU 75 og Hafrafell SU 65 hafa lagt upp talsverðan afla í nóvember. Sandfellið var samtals með 248 tonn í mánuðinum og fóru 215 tonn af því í vinnslu í frystihús LVF. Hafrafellið var með samtals 218 tonn í mánuðinum og fóru af því 185 tonn til vinnslu í frystihús LVF.