Línubáturinn Hafrafell SU 65 kom til löndunar í gær með um 15 tonn. Aflanum var landað beint inn í frystihús LVF og unninn samdægurs. Ferskara getur það varla orðið. Báturinn hélt aftur til veiða í nótt eftir stutt löndunar og brælustopp.