Nýr skipstjóri, Sigurður Bjarnason, hefur verið ráðinn á Hoffell SU 80. Hann tekur við starfinu af Bergi Einarssyni sem er að taka við skipsstjórastöðu á Venusi NS 150. Loðnuvinnslan hf, býður Sigurð velkominn til starfa um leið og Bergi Einarssyni er þakkað kærlega fyrir öll þau ár sem hann hefur verið farsæll skipstjóri hjá fyrirtækinu og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.