Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f var haldinn 17. maí sl. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta var 700 millj. sem er 135% hærra en 2017. Hreint veltufé frá rekstri var 1.523 milllj. sem er 88% meira en 2017.
Tekjur LVF af frádegnum eigin afla voru 9.099 millj. sem er 24% veltuaukning milli ára. Eigið fé félagsins í árslok 2018 var 7.955 millj. sem er 54% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut.
Samþykkt var að greiða 15% arð til hluthafa eða 105 millj.
Rekstur Loðnuvinnslunnar hefur verið ágætur síðustu ár, hagnaður hefur verið samtals 5,6 milljarðar síðustu 5 ár, fjármunamyndun 7 milljarðar og eigið fé hefur vaxið úr tæpum 3 milljörðum í tæpa 8 milljarða.
Stjórn Loðnuvinnslunnar er þannig skipuð Elvar Óskarsson formaður, Steinn Jónasson, Högni Páll Harðarson, Elsa Sigrún Elísdóttir og Arnfríður Eide Hafþórsdóttir.
Varamenn Jónína Óskarsdóttir og Unnsteinn Kárason.