Sonja Gísladóttir

Undanfarna tvo daga hafa staðið yfir heilsufarsskoðanir fyrir starfsfólk Loðnuvinnslunnar.  Er það fyrirtækið Liðsemd, sem er í eigu Sonju Gísladóttur hjúkrunarfræðings, sem hefur framkvæmt skoðanirnar.  „Heilsufarsskoðununum skiptum við í tvennt, þ.e. skoðun fyrir starfsfólk sem er 40 ára og eldra og fer sú skoðun annars vegar fram hjá hjúkrunarfræðingi sem sér, meðal annars, um mælingar á blóðþrýstingi, blóðsykri, kólesteróli og heildar blóðmagni í líkamanum  og hins vegar hjá lækni sem  athugar  með heyrn og sjón, bregður hlustarpípu að brjósi og athugar með stoðkerfi.  Að auki svarar fólk spurningarlista þar sem spurt er um andlega og líkamlega líðan.  Að skoðun lokinni fær fólk ráðleggingar í samræmi við niðurstöðu skoðanna ef við á“ svaraði Sonja aðspurð um framkvæmd heilsufarsskoðanna. Síðan er boðið uppá skoðun fyrir starfsfólk 40 ára og yngra og er sú þjónusta framkvæmd eingöngu af hjúkrunarfræðingi þar sem algengt er að yngra fólk sé heilsuhraustara en þeir sem eldi eru.

Liðsemd bíður uppá allskyns þjónustu er tengist heilsu og vinnuverndarmálum.  „Ég tek að mér allkyns verkefni sem tengjast heilsu“ segir Sonja „Ég bíð uppá mismunandi  heilsufarsskoðanir,  ýmist er um almennar skoðanir að ræða sem krefjast aðeins aðkomu hjúkrunarfæðings eða ýtarlegri skoðanir sem krefjast aðkomu bæði hjúkrnunarfæðings og læknis og fæ ég þá lækni til liðs við mig og að þessu sinni var það Fjölnir Guðmannsson sem vann með mér að skoðunum á  starfsfólki Loðnuvinnslunnar.  Svo bíð ég uppá  bólusetningar og skyndihjálpar námskeið“ bætti Sonja við.

Til gamans má geta þess að Fjölnir Guðmannsson er ættaður frá Brimnesi við Fáskrúðsfjörð.

Heilsufarsskoðanir fyrir 40 ára og yngri fara svo fram á næstu vikum þannig að allt starfsfólk Loðnuvinnslunnar, sem þiggur boð um skoðun,  ætti að vera búið að fá upplýsingar um heilsufar sitt fyrir jól.

BÓA